Skipurit Landsnets

skipurit980

Framkvæmdastjórn Landsnets skipa Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, Guðmundur Ingi Ásmundsson,
aðstoðarforstjóri Landsnets og Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála.

Þórður hefur verið forstjóri Landsnets frá því fyrirtækið tók til starfa í ársbyrjun 2005. Áður var hann framkvæmdastjóriflutningssviðs Landsvirkjunar. Guðmundur Ingi hefur gegnt starfi aðstoðarforstjóra frá 2008 en þar áður var hann framkvæmdastjóri kerfisstjórnar hjá Landsneti. Guðlaug tók við starfi framkvæmdastjóra fjármála hjá Landsneti árið 2008 en hafði áður starfað hjá KPMG, Meitlinum, VSV og Sveitarfélaginu Árborg.

Kerfisstjórn og markaður annast stýringu raforkukerfisins og samhæfingu aðgerða í flutningskerfinu og tengdum einingum. Þróun og rekstur varnarbúnaðar er einnig á ábyrgð deildarinnar. Þar er jafnframt unnið að þróun markaðslausna, skilmálagerð sem varðar viðskipti og rekstur, samskiptum við viðskiptavini, útgáfu upprunaábyrgða og uppgjöri orkuflæðis á landsvísu.

Kerfisþróun hefur það hlutverk að byggja á hagkvæman hátt upp flutningskerfi sem mætir kröfum markaðarins og tryggir og viðheldur hæfni þess til lengri tíma. Áætla framtíðarbreytingar á raforkumarkaði og leggja fram hagkvæmar lausnir í tæka tíð.

Framkvæmdir Landsnets bera ábyrgð á að rafmagnsnotendur fái rafmagn afhent þar sem þess er óskað. Þegar
flutningsgeta mannvirkja er fullnýtt eða þegar afhenda á raforku til nýs viðskiptavinar þarf Landsnet annað hvort að styrkja flutningsvirkin sem fyrir eru eða byggja ný til að uppfylla samninga um aukna raforkuflutninga. Framkvæmdir sinna þeim verkefnum.

Netrekstur ber ábyrgð á flutningsvirkjum Landsnets og hæfni þeirra til að uppfylla skyldur fyrirtækisins um örugga afhendingu raforku. Þar með talið eru verkefni eignastýringar, viðhalds og endurnýjunar á virkjum í rekstri. Starfsemi netreksturs er dreifð um allt land.