Stjórn Landsnets

Stjórn Landsnets skipa Geir A. Gunnlaugsson, fyrrverandi forstjóri Marels og Sæplasts/Promens, Svana Helen Björnsdóttir, starfandi stjórnarformaður Stika og Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice.

Geir hefur setið í stjórn Landsnets frá 2011 og er formaður stjórnar. Svana Helen var kjörin í stjórn árið 2009 og Ómar árið 2012. Varamaður í stjórn er Svava Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Strategíu.

Stjórn Landsnets er skipuð til eins árs í senn. Til að fullnægja lögbundnum kröfum um fyllsta hlutleysi og jafnræði í störfum ber stjórnarmönnum að vera sjálfstæðir og að öllu leyti óháðir öðrum fyrirtækjum sem stunda vinnslu, dreifingu og sölu raforku.