Við flytjum rafmagn

background

Hlutverk Landsnet hf. er að annast flutning á raforku og stjórn raforkukerfisins. Fyrirtækið starfar samkvæmt sérleyfi og er háð eftirliti Orkustofnunar sem ákveður tekjumörk sem gjaldskrá fyrirtækisins byggist á.
Landsnet á að:

» 
Tryggja og viðhalda hæfni flutningskerfisins til lengri tíma og tryggja rekstraröryggi raforkukerfisins.

» 
Tryggja að jafnvægi sé í framboði og eftirspurn eftir rafmagni á hverjum tíma.

» 
Annast uppgjör vegna orkuflutnings á landsvísu og stuðla að aukinni virkni raforkumarkaðarins.

Í sátt við umhverfið

Framtíðarsýn Landsnets er að vera traust raforkuflutningsfyrirtæki sem styður við verðmætasköpun í samfélaginu og starfar í sátt við umhverfið.

Til að framfylgja þessari framtíðarsýn hefur Landsnet sett sér eftirfarandi stefnumarkandi áherslur:

» 
Tryggja öryggi afhendingar og auka verðmætasköpun í samfélaginu.

» 
Stuðla að hagkvæmri uppbyggingu flutningskerfis sem uppfyllir væntingar hagsmunaaðila til lengri tíma.

» 
Virða umhverfið með vönduðum vinnubrögðum og nýsköpun í mannvirkjagerð.

» 
Þróa fyrirtækið Landsnet og tryggja sátt og skilning á hlutverki þess og stefnu.

Stefna Landsnets

» 
Að mæta þörfum raforkumarkaðarins til lengri tíma með uppbyggingu næstu kynslóðar flutningskerfis sem byggir á umhverfisvænum lausnum.

» 

Að vera leiðandi í innleiðingu snjallnetslausna sem leggja áherslu á endurnýjanlega orkugjafa og leiða til aukinnar verðmætasköpunar og sjálfbærni.

» 
Að leiða uppbyggingu upplýsingahraðbrautar fyrir aðila raforkumarkaðarins.

» 
Að leiða markvisst þróun nýjunga á orkumarkaði sem styðja við verðmætasköpun í samfélaginu og stuðla að kynningu á þeim og áformum fyrirtækisins.